|
Langt síðan ég skrifaði síðast en ég get ekkert gert að því. Brúðkaup Önnu B var yndislegt. Hún var svo fallegt, alveg í hinum fullkomna brúðarkjól. Og maturinn í veislunni! Þetta var svona indverskur matur, alveg hreint frábær. Svo voru kökur á eftir. Ég var ekki einu sinni svöng þegar ég kom í veisluna en samt át ég heilmikið. Eftir veisluna fór ég í leikhús með pabba og bróðir hans og fjölskylda voru þarna líka. Þetta voru "hættuleg kynni" sett upp af Dansleikhúsi með ekka, sem Kolbrún frænka tók þátt í að stofna. Geðveikt gaman. En kvöldið var ekki búið, neinei. Mig langaði ekki alveg að fara heim strax þannig að ég bjallaði í Ellismell og við fórum í bíó, á Kill Bill. Þetta er viðbjósleg en skemmtileg mynd, sem endar þannig að maður verður að sjá framhaldið! En nú þarf ég að fara að fá mér að borða, hringja í Hringlu mína sem á afmæli í dag (til haaaaamingjuuuu!) og lesa Angelas Ashes.
skrifað af Runa Vala
kl: 11:41
|
|
|